Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 02. mars 2021 22:15
Aksentije Milisic
Pólland: Aron spilaði er Lech Poznan féll úr leik
Mynd: Lech Poznan
Lech Poznan og Rakow Czestochowa áttust við í 8-liða úrslitum pólska bikarsins í kvöld.

Aron Jóhannsson var í byrjunarliði Lech Poznan í kvöld og spilaði hann allan leikinn í framlínu liðsins.

Heimamenn í Poznan féllu hins vegar úr leik á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik en gestirnir í Rakow náðu að koma knettinum tvisvar í netið í síðari hálfleiknum og fara því í undanúrslitin.

Rakow er í þriðja sæti í deildarkeppninni og er í baráttunni um titilinn. Lech Poznan er í því áttunda.
Athugasemdir
banner
banner
banner