Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 02. apríl 2021 10:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Farsóttarhúsi
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Þórunnartún 1 - „Algjörlega ólöglegt"?
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Af æfingu U21 árs landsliðsins.
Af æfingu U21 árs landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jú takk, einni nótt lokið og fyrsti dagur af fimm hafinn í Þórunnartúni eitt. Undirritaður kom til landsins frá Ungverjalandi, með millilendingu í Zurich, í gærkvöldi.

Í fluginu var haldið ákveðni skiptingu, nokkkrar sætaraðir, milli þeirra sem hófu ferðina í Ungverjalandi og þeirra sem komu í vélina í Zurich. U21 árs landsliðið var í Györ á lokamóti Evrópumótsins en A-landsliðið hafði verið í Þýskalandi, Armeníu, Sviss og Liechtenstein á sínu ferðalagi. Undirritaður fylgdi U21 árs liðinu eftir sem fréttamaður. Við komu í Leifsstöð var skiptingunni haldið.

Eftir að farangurinn var sóttur voru tvær útgönguleiðir. Eldri hópurinn fór aðra leiðina og yngri hópurinn; fimm leikmenn, starfslið og fjölmiðlamenn fóru hina.

Á milli var girðing og ofan á gaddavír, girðingin var ekki löng og ekki eins og það hefði verið flókið að fara framhjá henni eða undir reipið sem tók við af girðingunni. Skemmtilegur leikþáttur, og góður. Eldri hópurinn fór heim til sín í fimm daga sóttkví en þar sem Ungverjaland er skilgreint sem dökkrautt svæði fór yngri hópurinn í farsóttarhús, Fosshótel við Þórunnartún.

Við komuna var hópnum tilkynnt að leyfilegt væri að fara í einn hálftíma göngutúr á dag en bannað væri að hitta aðra gesti hússins. Látið skal móttökuna vita áður en farið sé í göngutúr svo ekki séu of margir í móttökkunni.

Leikmenn og starfslið höfðu verið í sóttvarnar búbblu alla veruna sína í Györ og komu heim með einkaflugi. Það skipti engu máli; þú skalt halda þér á þínu herbergi í fimm daga. Það má í raun gera allt sem maður vill gera, en einungis inn á herberginu. Hægt er að fá sendan mat utan frá en til þessa hefur a.m.k. ein slík sending klikkað.

Í gærkvöldi var hægt að panta sér mat upp á herbergi og var bankað á dyrnar þegar matarsendingin kom. Svo um klukkan níu í morgun var bankað á dyrnar með morgunmatinn.

Undirritaður ákvað að grínast aðeins með úrvalið sem boðið var upp á í gærkvöldi og vakti sú færsla ákveðna athygli. Síðan hefur honum borist einkaskilaboð frá öðrum gestum hússins, sem ekki koma úr hópnum sem kom frá Ungverjalandi.

„Sæll Sæbjörn, ** heiti ég, fangi í 1****. Takk fyrir að fjalla um þetta hvernig þetta er hjá okkur. Vissi ekki fyrirfram að ég fengi ekki að yfirgefa herbergið í 5 daga og er í áfalli við að koma til landsins," sagði í skilaboðunum.

„Ég er að tala við vini mína sem eru lögfræðingar og hafa samband við formann lögfr. sambands íslands um réttindi mín," fylgdi í kjölfarið.

Önnur skilaboð hljóðuðu svona:

„Við verðum að gera eitthvað í þessu, ég talaði við lögfræðinga og þeir segja þetta algjörlega ólöglegt. Ég reyndi að ná sambandi við umboðsmann Alþingis í dag en það lítur út fyrir að vera páskafrí.

„Ég veit ekki hvernig þetta var með þig en ég fékk ekki leyfi að fara í göngutúr í gær. Ég pantaði mat en móttakan klikkaði eitthvað og maturinn fór á annað herbergi."


Undirritaður sagði þá að hann hafi fengið leyfi til að fara út í hálftíma.

„Já, ég bað um að fara klukkan 22 en þá var útgöngubann eftir þann tíma. Ég bað um að fá að sjá reglurnar á blaði en þá var ekkert til staðar skrifað. 'Í rauninni bara fólk í móttökunni að segja mér eitthvað sem það dreymdi daginn áður'. Ég mun tala við fjölmiðla í dag, velkominn til Norður-Kóreu."

Önnur skilaboðin voru frá Íslendingi og hin frá íslenskum ríkisborgara.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig málin þróast, tekið var fram að reglurnar gætu breyst þess vegna í dag, en eins og staðan er losnar hópurinn frá Ungverjalandi á þriðjudag. Góðar stundir og kveðja á Jöra sem er mjög sáttur við þetta allt saman.
Athugasemdir
banner