Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 02. apríl 2024 21:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Howe mótmælti vítaspyrnudómnum - „Hefði getað farið í báðar áttir"
Mynd: EPA

„Leikmennirnir voru alveg búnir á því, við gáfum allt í þetta," sagði Eddie Howe stjóri Newcastle eftir jafntefli gegn Everton í kvöld.


Newcastle komst yfir í leiknum en Dominic Calvert-Lewin jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu sem Ashley Young fiskaði eftir að Paul Dummett reif hann niður í teignum.

„Báðir leikmennirnir eru að glíma við hvorn annan. Því miður fyrir okkur var handleggurinn á Dummett svolítið hátt uppi, það gerði gæfumuninn fyrir VAR. Þetta hefði getað farið í báðar áttir," sagði Howe um vítaspyrnudóminn.

Alexander Isak skoraði mark Newcastle en hann hefur nú skorað 15 mörk í deildinni.

„Hann er með stórkostlega tækni og stórkostlegur markaskorari. Hann er á góðum stað og er í formi. Hann er sennilega svekktur að hafa ekki skorað meira en eitt mark í dag. Það lítur út fyrir að hann muni skora í hverjum einasta leik núna," sagði Howe.


Athugasemdir
banner
banner