Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 02. september 2020 10:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Framtíð Gary Martin ræðst á því hvort ÍBV fer upp eða ekki
Lengjudeildin
Gary í leik með ÍBV í sumar.
Gary í leik með ÍBV í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin, sóknarmaður ÍBV, segist stefna á það að klára ferilinn á Íslandi.

Hann var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið hjá Jóhanni Skúla Jónssyni og fór þar um víðan völl.

Gary er orðinn þrítugur að aldri. Hann hefur spilað með ÍA, KR, Val og ÍBV hér á landi og hann stefnir á að klára ferilinn á Íslandi. „Nema ég fái gott tilboð frá Dúbaí eða Katar," sagði Gary léttur.

„Ég klára fótboltaferilinn á Íslandi nema eitthvað klikkað kemur upp. Við verðum að fara upp í ár, ef við förum ekki þá verð ég líklega ekki leikmaður ÍBV á næsta ári. Ég verð í Pepsi Max-deildinni, hvar veit ég ekki en ég er nokkuð viss um að við förum upp."

Því var spáð fyrir mót að ÍBV myndi fljúga upp, en liðið er í þriðja sæti með 24 stig eftir 12 leiki. Liðið á heimaleik gegn Leikni Reykjavík síðar í dag.

„Það er markmiðið en það er farið að koma upp í huga minn (hvort hann þurfi að fara annað) þegar 12 tólf leikir eru búnir. Ég hélt að við yrðum með nokkurra stiga forystu á toppnum á þessum tímapunkti, svo sú hugsun er farin að læðast að mér hvort ég þurfi að skipta um félag aftur. Það er ekki gott."

„Ef við förum upp þá mun ég líklega klára ferilinn með ÍBV, en maður veit það aldrei."


Athugasemdir
banner
banner
banner