Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 02. nóvember 2019 22:50
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn Union Berlin þurftu að stöðva bullur að leikslokum
Mynd: Getty Images
Union Berlin lagði Hertha Berlin að velli 1-0 er liðin mættust í fyrsta Berlínarslagnum í sögu þýsku Búndeslígunnar.

Union, sem er að spila í fyrsta sinn í efstu deild, var betri aðilinn allan leikinn og verðskuldaði sigurinn.

Lítil sem engin gæsla var á vellinum, enda lítið um átök í kringum fótboltaleiki þar í landi, og nýtti lítill hópur af fótboltabullum tækifærið til að reyna að ná höggi á stuðningsmenn Hertha.

Skömmu eftir lokaflautið óðu bullurnar inn á völlinn í tilraun til að komast nær stuðningsmönnum Hertha. Þá tóku leikmenn upp hlutverk gæslumanna, sérstaklega markvörður heimamanna - Rafael Gikiewicz.

Gikiewicz óð í bullurnar og hrakti þær af vellinum. Hann kom þannig í veg fyrir að þeim tækist að ráðast á stuðningsmenn Hertha.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner