Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
banner
   lau 02. desember 2023 14:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Dewsbury-Hall frábær í dramatískum sigri
Kiernan Dewsbury-Hall
Kiernan Dewsbury-Hall
Mynd: EPA

West Brom 1 - 2 Leicester City
0-1 Kiernan Dewsbury-Hall ('72 )
1-1 Josh Maja ('89 )
1-2 Harry Winks ('90 )


Það var mikil dramatík þegar West Brom fékk Leicester í heimsókn í Championship deildinni í dag.

Það var markalaust í hálfleik en Kiernan Dewsbury-Hall kom Leicester yfir þegar hann skoraði með skalla þegar rúmlega stundarfjórðungur var til leiksloka.

Það var ekki fyrr en á lokamínútum venjulegs leiktíma þegar Josh Maja jafnaði metin. Varnarmenn Leicester áttu erfitt með að hreinsa boltann frá og Maja komst í boltann og potaði honum í netið.

Þessu var hins vegar ekki lokið. Leikmenn West Brom reyndu hvað þeir gátu að ná inn sigurmarkinu og voru komnir ansi framarlega á völlinn.

Það náðu Leicester menn að nýta sér og brunuðu upp í skyndisókn. Dewsbury-Hall var kominn í góða stöðu og renndi boltanum á Harry Winks sem skoraði auðveldlega og tryggði toppliðinu sigur í uppbótatíma.

Leicester er með 46 stig, fjögurra stiga forystu á Ipswich á toppi deildarinnar en Ipswich leikur gegn Coventry klukkan 15. West Brom er í 5. sæti með 32 stig.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 30 17 8 5 62 33 +29 59
2 Middlesbrough 30 16 8 6 46 29 +17 56
3 Ipswich Town 29 14 9 6 48 27 +21 51
4 Hull City 29 15 6 8 47 40 +7 51
5 Millwall 30 14 8 8 36 35 +1 50
6 Wrexham 30 12 11 7 44 37 +7 47
7 Derby County 30 12 9 9 44 37 +7 45
8 Watford 29 11 11 7 39 33 +6 44
9 Preston NE 30 11 11 8 36 33 +3 44
10 Bristol City 30 12 7 11 40 36 +4 43
11 Stoke City 30 12 6 12 34 28 +6 42
12 QPR 30 11 8 11 40 42 -2 41
13 Southampton 30 10 10 10 43 41 +2 40
14 Birmingham 30 10 10 10 39 38 +1 40
15 Leicester 30 10 8 12 40 45 -5 38
16 Swansea 30 10 7 13 32 37 -5 37
17 Sheffield Utd 29 11 3 15 39 41 -2 36
18 Charlton Athletic 29 9 8 12 29 38 -9 35
19 Norwich 30 9 7 14 37 41 -4 34
20 West Brom 30 9 6 15 32 44 -12 33
21 Portsmouth 28 7 10 11 24 37 -13 31
22 Blackburn 29 7 9 13 26 37 -11 30
23 Oxford United 29 6 10 13 27 36 -9 28
24 Sheff Wed 29 1 8 20 18 57 -39 -7
Athugasemdir
banner
banner