Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. janúar 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía um helgina - Fyrsti leikur Zlatan
Zlatan er mættur aftur til Milan. Hann lék þar áður frá 2010 til 2012.
Zlatan er mættur aftur til Milan. Hann lék þar áður frá 2010 til 2012.
Mynd: Getty Images
Ítalski boltinn fer aftur að rúlla á sunnudag eftir stutt vetrarfrí, og er leikið á sunnudag og mánudag í ítölsku úrvalsdeildinni.

Það er hádegisleikur á sunnudag þegar Mario Balotelli og félagar í Brescia taka á móti liðinu í þriðja sæti, Lazio. Það munar sex stigum á Lazio og toppliðunum tveimur, Juventus og Inter, en Lazio á leik til góða á þessi lið.

Síðasti leikur sunnudagsins er svo leikur Roma og Torino. Roma er í fjórða sæti og Torino í því tíunda.

Á mánudaginn eru sex leikir verða þrír þeirra sýndir í beinni. Fyrsti leikur dagsins verður sýndur og er það leikur Bologna og Fiorentina. Sverrir Ingi Ingason hefur verið orðaður við Fiorentina, en ítalska félagið neitaði svo nýlega áhuga á honum.

AC Milan, sem er 11. sæti, mætir Sampdoria klukkan 14:00. Það verður væntanlega fyrsti leikur Zlatan Ibrahimovic með Milan á þessari leiktíð, en hann samdi nýlega við félagið.

Juventus mætir Cagliari klukkan 14:00 og síðasti leikur mánudagsins er mjög áhugaverður. Þar mætast Napoli og Inter á heimavelli fyrrnefnda liðsins.

sunnudagur 5. janúar
11:30 Brescia - Lazio (Stöð 2 Sport)
14:00 Spal - Verona
17:00 Genoa - Sassuolo
19:45 Roma - Torino (Stöð 2 Sport 4)

mánudagur 6. janúar
11:30 Bologna - Fiorentina (Stöð 2 Sport)
14:00 Milan - Sampdoria (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Juventus - Cagliari
14:00 Atalanta - Parma
17:00 Lecce - Udinese
19:45 Napoli - Inter (Stöð 2 Sport 3)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner