Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
banner
   fös 03. janúar 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía um helgina - Fyrsti leikur Zlatan
Ítalski boltinn fer aftur að rúlla á sunnudag eftir stutt vetrarfrí, og er leikið á sunnudag og mánudag í ítölsku úrvalsdeildinni.

Það er hádegisleikur á sunnudag þegar Mario Balotelli og félagar í Brescia taka á móti liðinu í þriðja sæti, Lazio. Það munar sex stigum á Lazio og toppliðunum tveimur, Juventus og Inter, en Lazio á leik til góða á þessi lið.

Síðasti leikur sunnudagsins er svo leikur Roma og Torino. Roma er í fjórða sæti og Torino í því tíunda.

Á mánudaginn eru sex leikir verða þrír þeirra sýndir í beinni. Fyrsti leikur dagsins verður sýndur og er það leikur Bologna og Fiorentina. Sverrir Ingi Ingason hefur verið orðaður við Fiorentina, en ítalska félagið neitaði svo nýlega áhuga á honum.

AC Milan, sem er 11. sæti, mætir Sampdoria klukkan 14:00. Það verður væntanlega fyrsti leikur Zlatan Ibrahimovic með Milan á þessari leiktíð, en hann samdi nýlega við félagið.

Juventus mætir Cagliari klukkan 14:00 og síðasti leikur mánudagsins er mjög áhugaverður. Þar mætast Napoli og Inter á heimavelli fyrrnefnda liðsins.

sunnudagur 5. janúar
11:30 Brescia - Lazio (Stöð 2 Sport)
14:00 Spal - Verona
17:00 Genoa - Sassuolo
19:45 Roma - Torino (Stöð 2 Sport 4)

mánudagur 6. janúar
11:30 Bologna - Fiorentina (Stöð 2 Sport)
14:00 Milan - Sampdoria (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Juventus - Cagliari
14:00 Atalanta - Parma
17:00 Lecce - Udinese
19:45 Napoli - Inter (Stöð 2 Sport 3)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 7 5 0 2 18 8 +10 15
2 Napoli 7 5 0 2 12 7 +5 15
3 Roma 7 5 0 2 7 3 +4 15
4 Bologna 7 4 1 2 11 5 +6 13
5 Milan 6 4 1 1 9 3 +6 13
6 Como 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Juventus 7 3 3 1 9 7 +2 12
8 Atalanta 6 2 4 0 11 5 +6 10
9 Sassuolo 7 3 1 3 8 8 0 10
10 Cremonese 6 2 3 1 7 8 -1 9
11 Cagliari 7 2 2 3 6 8 -2 8
12 Udinese 6 2 2 2 6 9 -3 8
13 Torino 7 2 2 3 6 13 -7 8
14 Lazio 6 2 1 3 10 7 +3 7
15 Parma 7 1 3 3 3 7 -4 6
16 Lecce 7 1 3 3 5 10 -5 6
17 Verona 7 0 4 3 2 9 -7 4
18 Fiorentina 6 0 3 3 4 8 -4 3
19 Genoa 7 0 3 4 3 9 -6 3
20 Pisa 7 0 3 4 3 10 -7 3
Athugasemdir