Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   lau 03. janúar 2026 18:35
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikin: Gabriel bætti upp fyrir herfileg mistök
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bournemouth og Arsenal eru að etja kappi í ensku úrvalsdeildinni þessa stundina og er staðan 1-1 í hálfleik.

Brasilíski framherjinn Evanilson tók forystuna fyrir heimamenn snemma leiks eftir skelfileg mistök samlanda hans Gabriel Magalhaes.

Gabriel virtist eitthvað ruglast þegar hann gaf landsliðsfélaga sínum boltann í dauðafæri og þakkaði Evanilson fyrir sig með auðveldu marki.

Sjáðu herfileg mistök Gabriel

Gabriel var augljóslega sársvekktur eftir þessa sendingu en liðsfélagarnir hughreystu hann og bætti hann upp fyrir mistökin skömmu síðar, með marki í kjölfar aukaspyrnu. Bournemouth tókst ekki að hreinsa boltann nægilega langt frá svo hann endaði hjá Noni Madueke úti á kantinum. Madueke labbaði framhjá Antoine Semenyo og Adrien Truffert áður en hann setti stórhættulegan bolta fyrir markið.

Gabriel Martinelli fékk boltann en varnarmenn Bournemouth hentu sér fyrir skotið. Gabriel náði frákastinu og skoraði með föstu og hnitmiðuðu skoti til að jafna metin.

Sjáðu jöfnunarmarkið
Athugasemdir
banner