Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 23. janúar 2026 16:30
Kári Snorrason
Gefur ekkert upp um framtíð Grealish á meðan hann er meiddur
Everton er með 50 milljón punda kaupmöguleika á Grealish.
Everton er með 50 milljón punda kaupmöguleika á Grealish.
Mynd: EPA
David Moyes.
David Moyes.
Mynd: EPA
Jack Grealish, leikmaður Everton, verður frá keppni næstu mánuði vegna álagsbrots í fæti.

David Moyes, stjóri Everton, þorði ekki að segja til um hve lengi Grealish verður frá en sagði meiðslin vera mikið högg fyrir liðið á blaðamannafundi félagsins fyrr í dag.

„Þetta er mikið áfall því hann hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði okkar á tímabilinu. Það er ekki mitt að gefa upp tímaramma. Við höfum ekki fengið þær upplýsingar frá læknunum enn þá.“

Grealish er á láni frá City en Moyes sagði félögin vera í nánu sambandi um hvort Grealish yrði áfram hjá Everton á meðan hann jafnar sig.

Everton er með 50 milljón punda kaupmöguleika á leikmanninum en aðspurður hvernig þetta hefði áhrif á möguleikann á að gera félagaskipti hans varanleg í sumar sagði Moyes:

„Við erum ekki að hugsa um það í augnablikinu. Við erum bara að hugsa um leikmanninn. Við erum vonsviknir og leiðir fyrir hans hönd yfir því að hann hafi meiðst.“
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner
banner