Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 23. janúar 2026 17:00
Elvar Geir Magnússon
Arbeloa ráðleggur Trent að finna sér nýtt félag
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: EPA
El Nacional segir að Alvaro Arbeloa, sem tók við Real Madrid eftir að Xabi Alonso var rekinn, hafi ráðlagt Trent Alexander-Arnold að finna sér nýtt félag næsta sumar.

Alexander-Arnold hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann yfirgaf Liverpool og gekk í raðir spænska stórliðsins. Hann hefur verið mikið á meiðslalistanum og aðeins komið við sögu í ellefu leikjum. Hann er með eina stoðsendingu og ekkert mark.

Arbeloa er sagður hafa rætt við Alexander-Arnold í vikunni og sagt honum að hann ætti ekki framtíð hjá félaginu. Hann telji varnarframlag hans slæmt og að hann hafi ekki komið með mikið að borðinu sóknarlega heldur.

Alexander-Arnold er einnig í erfiðri stöðu hjá enska landsliðinu en hann hefur aðeins spilað einn leik síðan Thomas Tuchel tók við.

Búist er við því að Alexander-Arnold snúi til baka úr meiðslum í komandi mánuði en þá þarf hann að berjast um sæti í liðinu við Dani Carvajal.
Athugasemdir
banner
banner