Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 23. janúar 2026 13:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sandkassaleikurinn heldur áfram - Scholes ætlar ekki að biðjast afsökunar
Haaland hafði úr litlu að moða gegn United um síðustu helgi.
Haaland hafði úr litlu að moða gegn United um síðustu helgi.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fyrir Manchester-slaginn töluðu þeir Nicky Butt og Paul Scholes, fyrrum leikmenn Manchester United, um Lisandro Martínez, varnarmann United-liðsins.

Þeir sögðu að Erling Haaland, framherji Manchester City, myndi pakka Martínez saman í leiknum.

„Scholes má segja það sem hann vill. Ég hef sagt við hann að ef hann vill segja eitthvað við mig þá getur hann komið hvenær sem er. Heim til mín eða hvert sem er, mér er alveg sama," sagði Martínez eftir leikinn.

Scholes sagði í kjölfarið að hann væri tilbúinn að þiggja heimboð frá Martínez, hann væri klár í tebolla. Hann hélt svo áfram að tala um þetta mál í gær.

Í The Overlap sagðist Scholes ekki ætla biðja Martínez afsökunar. Jamie Carragher spurði Scholes hvort að hann hefði grætt einhvern pening á ummælum sínum um Argentínumanninn.

„Ég ætla ekki að tjá mig um það. Ég vissi ekki hversu marga argentínska vini ég ætti þar til í þessari viku. Andskotinn sjálfur, ég hef fengið skít frá þeim. En þetta var mín skoðun."

„Veistu hvað? Það sem við sögðum var kannski ekki frábært þegar litið er til baka,"
sagði Scholes.

Carragher spurði svo Scholes hvort hann væri að draga ummælin til baka.

„Nei. Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á þessu. Það sem við vorum að reyna segja - við héldum - og okkur finnst það ennþá: líkamlega er þetta ójafn leikur milli þeirra. Hvernig við lýstum þessu var kannski ekki frábært og við hefðum kannski ekki átt að gera það: En þetta var ójöfn barátta (á pappír). Martínez átti góðan leik. Ég vona að hann nái að breyta áliti mínu, en sjáið hann gegn Danny Welbeck í leiknum á undan. Vikuna áður gegn Burnley, þar gaf hann mark. Ég get skilið af hverju hann tók illa í þetta og þess vegna var þetta líklega illa orað. Ég vona að hann sýni mér að ég hafi rangt fyrir mig.".


Athugasemdir
banner