Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
banner
   fös 23. janúar 2026 22:28
Ívan Guðjón Baldursson
Kristófer leiddi endurkomuna í Tríeste
Mynd: Triestina
Triestina 2 - 1 Lumezzane
0-1 Matteo Ferro ('72)
1-1 Kristófer Jónsson ('74)
2-1 Noa Kljajic ('93, víti)

Kristófer Jónsson lék allan leikinn er Triestina tók á móti Lumezzane í C-deild ítalska boltans.

Staðan var markalaus stærsta hluta leiksins og voru heimamenn í Triestina sterkara liðið. Þrátt fyrir yfirburði þá voru það gestirnir sem náðu forystunni í síðari hálfleik þegar Matteo Ferro kom boltanum í netið.

Kristófer og félagar brugðust vel við og jöfnuðu metin skömmu síðar. Þar var Kristófer sjálfur á ferðinni.

Staðan hélst jöfn allt þar til í uppbótartíma þegar Noa Kljajic skoraði sigurmark leiksins fyrir heimamenn. Hann skoraði af vítapunktinum á 93. mínútu, svo lokatölur urðu 2-1.

Triestina byrjaði tímabilið með 23 stig í mínus og er liðið núna í fyrsta sinn komið í plús á stöðutöflunni. Triestina er með 1 stig eftir 23 umferðir.

Lumezzane er um miðja deild í baráttu um umspilssæti fyrir B-deildina, með 29 stig.
Athugasemdir
banner
banner