Chelsea hefur fengið 150 þúsund punda sekt fyrir hegðun starfsmanns eftir naumt tapi á heimavelli gegn Aston Villa í lok desember.
Myndavélarnar náðu ekki nægilega góðu skoti af því hver sökudólgurinn var, en viðkomandi kastaði vatnsflösku í átt að bekknum hjá Aston Villa eftir lokaflautið í dramatískum slag á Stamford Bridge.
Heimamenn í Chelsea voru með forystuna þar til Ollie Watkins skoraði tvennu seint í leiknum til að snúa dæminu við svo lokatölur urðu 1-2.
Chelsea samþykkti sektina án ummæla. Í rökstuðningi enska fótboltasambandsins segir að það sé hættulegt að kasta flöskum í reiði. Svona hegðun setur heilsu einstaklinga í hættu og getur vakið viðbrögð sem leiða til frekari óláta.
Hvorki Chelsea né enska fótboltasambandið komust að því hver kastaði flöskunni eftir rannsókn á málinu.
Þess má geta að 150 þúsund pund samsvara rúmlega 25 milljónum íslenskra króna.
Athugasemdir



