Derby County 1 - 1 West Brom
1-0 Patrick Agyemang ('44 )
1-1 Chris Mepham ('95)
1-0 Patrick Agyemang ('44 )
1-1 Chris Mepham ('95)
Derby County tók á móti West Bromwich Albion í eina leik kvöldsins í Championship deildinni á Englandi og úr varð tíðindalítill leikur.
Viðureignin einkenndist af mikilli baráttu og miðjumoði þar sem afar lítið var um færi, en Patrick Agyemang tók forystuna fyrir heimamenn undir lok fyrri hálfleiks.
Agyemang skoraði eftir slæm mistök hjá markverði West Brom í aukaspyrnu. Max O'Leary reyndi að grípa boltann en missti hann frá sér og beint til Agyemang sem skoraði af stuttu færi.
West Brom gerðu sig ekki líklega til að gera jöfnunarmark í bragðdaufum síðari hálfleik svo staðan hélst 1-0 allt þar til seint í uppbótartíma. Þeir bönkuðu ákveðið á dyrnar þar til miðvörðurinn Chris Mepham jafnaði metin á 95. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Lokatölur 1-1.
Derby er í efri hluta deildarinnar, einu stigi frá umspilssæti með 42 stig eftir 29 umferðir.
WBA er fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið, með 32 stig.
Athugasemdir




