Svissneski sóknarmaðurinn Alisha Lehmann, frægasta fótboltakona heims, hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við Leicester. Hún verður liðsfélagi Hlínar Eiríksdóttur.
Lehmann er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum en tæplega 16 milljónir fylgja henni á Instagram.
Lehmann er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum en tæplega 16 milljónir fylgja henni á Instagram.
Hún snýr aftur til Englands eftir eitt og hálft ár á Ítalíu. Hún gekk til liðs við Juventus frá Aston Villa sumarið 2024 og vann tvennuna á Ítalíu með liðinu áður en hún gekk til liðs við Como.
Hún spilaði með West Ham og svo Everton á láni áður en hún gekk til liðs við Aston Villa. Hún fagnaði 27 ára afmælinu sínu í gær. Hún hefur spilað 65 landsleiki fyrir hönd Sviss og skorað 10 mörk.
Leicester er í 9. sæti ensku deildarinnar með níu stig eftir 12 umferðir.
Alisha Lehmann signs for the Foxes until 2028! ????
— LCFC Women (@LCFC_Women) January 22, 2026
Athugasemdir



