Inter 6 - 2 Pisa
0-1 Stefano Moreo ('11 )
0-2 Stefano Moreo ('23 )
1-2 Piotr Zielinski ('39 , víti)
2-2 Lautaro Martinez ('41 )
3-2 Pio Esposito ('45+2)
4-2 Federico Dimarco ('82 )
5-2 Ange-Yoan Bonny ('86 )
6-2 Henrikh Mkhitaryan ('93)
0-1 Stefano Moreo ('11 )
0-2 Stefano Moreo ('23 )
1-2 Piotr Zielinski ('39 , víti)
2-2 Lautaro Martinez ('41 )
3-2 Pio Esposito ('45+2)
4-2 Federico Dimarco ('82 )
5-2 Ange-Yoan Bonny ('86 )
6-2 Henrikh Mkhitaryan ('93)
Stórveldið Inter tók á móti nýliðum Pisa í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild ítalska boltans og úr varð ótrúlegur leikur.
Nýliðarnir komust óvænt í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik þegar Stefano Moreo skoraði tvennu. Fyrra markið gerði hann af löngu færi en skoraði í opið mark eftir slæma sendingu frá Yann Sommer markverði. Hann tvöfaldaði forystuna með skalla eftir hornspyrnu og gerði Christian Chivu þjálfari Inter skiptingu, þar sem Federico Dimarco kom inn af bekknum.
Dimarco átti eftir að reynast gríðarlega mikilvægur í svakalegum endurkomusigri Inter. Hann átti þátt í því að fiska afar umdeilda vítaspyrnu á 39. mínútu sem Piotr Zielinski skoraði örugglega úr og í kjölfarið hrundi turninn.
Lautaro Martínez fyrirliði Inter jafnaði metin skömmu eftir vítaspyrnuna með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá Dimarco og tók Pio Esposito forystuna fyrir heimamenn í uppbótartíma fyrri hálfleiks, með öðrum góðum skalla í þetta sinn eftir fyrirgjöf frá Alessandro Bastoni.
Inter var talsvert sterkara liðið í síðari hálfleik en tókst ekki að innsigla sigurinn fyrr en á lokakaflanum. Þar var enginn annar en Dimarco á ferðinni, hann skoraði með glæsilegu skoti eftir undirbúning frá Marcus Thuram.
Ange-Yoan Bonny komst svo einnig á blað eftir laglegt einstaklingsframtak, áður en Henrikh Mkhitaryan skallaði boltann inn af stuttu færi í uppbótartímanum til að gulltryggja 6-2 endurkomusigur.
Inter er á toppi Serie A deildarinnar með 52 stig eftir 22 umferðir.
Pisa er á botninum með 14 stig.
Athugasemdir



