James Garner hefur bundið enda á sögusagnir sem hafa orðað hann við brottför frá Everton með því að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Samningurinn gildir til sumarsins 2030 en þessi 24 ára gamli miðjumaður hefur meðal annars verið orðaður við endurkomu til Manchester United og félög á borð við AC Milan og Newcastle.
Garner er algjör lykilmaður í liði Everton undir stjórn David Moyes og segist vera spenntur fyrir framtíð félagsins. Hann hafi mikla trú á verkefninu sem er í gangi.
„Ég elska lífið hérna, ég er mjög þakklátur fyrir stuðninginn á undanförnum árum og ég vona að ég verði áfram hjá félaginu í langan tíma. Mér líður eins og ég sé partur af félaginu og fjölskyldan mín heldur öll með Everton svo ég veit hvað það þýðir að spila fyrir félagið," sagði Garner meðal annars við undirskriftina.
Garner fæddist á Liverpool-slóðum en gekk til liðs við akademíuna hjá Manchester United þegar hann var aðeins 8 ára gamall.
Garner var mikilvægur hlekkur í U21 landsliði Englendinga en hefur ekki fengið að spreyta sig með sterku A-landsliði.
Everton keypti Garner upprunalega úr röðum Man Utd í september 2022.
James Garner has committed his long-term future to the Blues by signing a new four-and-a-half year contract until the end of June 2030.
— Everton (@Everton) January 23, 2026
Yes, Jimmy! ???? pic.twitter.com/HqHEDnEqCG
Athugasemdir




