Bóndadagsslúðrið er mætt og má þar finna ýmislegt áhugavert. Hugur margra í dag er samt helst á handboltalandsliðinu sem mætir Degi Sigurðssyni og lærisveinum í Króatíu. Fótbolti.net spáir tveggja marka sigri Íslands.
Egypski framherjinn Mohamed Salah (33) hjá Liverpool og brasilíski framherjinn Vinicius Junior (25) hjá Real Madrid eru helstu skotmörk Sádi-arabísku deildarinnar fyrir sumarið. (Telegraph)
Stjórnendur fótboltans í Sádi-Arabíu búast við því að Salah muni yfirgefa Liverpool í sumar. (i Paper)
Ítalski markvörðurinn Guglielmo Vicario (29) er á blaði hjá Inter sem hyggst fá inn markvörð í stað Yann Sommer (37) í sumar. (Gazzetta)
Crystal Palace hefur rætt við Úlfana varðandi möguleika á að fá norska sóknarmanninn Jorgen Strand Larsen (25). (Talksport)
Manchester United er tilbúið að fara í viðræður við Kobbie Mainoo (20) um nýjan samning. (Sky Sports)
Chelsea íhugar að gera lánstilboð í brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (27). Hann er á láni hjá Nottingham Forest frá Juventus. (Athletic)
Bandaríska MLS-félagið Charlotte FC hefur áhuga á Harvey Elliott (22) sem er á láni hjá Aston Villa frá Livrpool. (Sky Sports)
Josh Sargent (25), bandarískur sóknarmaður Norwich, vill fara í MLS-deildina og ganga í raðir Toronto FC. Leeds og Sunderland hafa sýnt honum áhuga. (Teamtalk)
Arsenal er að vinna í að fá varnarmanninn Iago Machado (16) frá brasilíska félaginu Corinthians. (Globo)
Roma og fjöldi annarra félaga eru enn að vonast til að fá hollenska framherjann Joshua Zirkzee (24) frá Manchester United. (Florian Plettenberg)
Wrexham hefur gert tilboð í Sidiki Cherif (19), sóknarleikmann Angers í Frakklandi. Crystal Palace hefur einnig sýnt honum áhuga. (Daily Mail)
Ben Chilwell (29), fyrrum leikmaður Chelsea, er orðaður við Leeds. Chilwell er nú hjá Strasbourg. Leeds lítur í kringum sig þar sem Gabriel Gudmundsson er að glíma við meiðsli. (Daily Mail)
Aston Villa, Brentford, Everton, Leeds og Crystal Palace eru meðal félaga sem fylgjast með framvindu mála hjá Harry Wilson (28) sem verður samningslaus hjá Fulham í sumar. (Daily Mail)
Athugasemdir



