Tyrklandsmeistarar Galatasaray eru búnir að staðfesta félagaskipti Noa Lang til sín úr röðum Ítalíumeistara Napoli.
Galatasaray borgar 2 milljónir evra til að fá Lang lánaðan og getur fest kaup á honum fyrir 30 milljónir til viðbótar næsta sumar.
Lang er 26 ára gamall sóknarleikmaður sem var keyptur til Napoli síðasta sumar en tókst ekki að festa sig í sessi í byrjunarliðinu undir stjórn Antonio Conte.
Lang kom aðeins að þremur mörkum í 27 leikjum með Napoli eftir að félagið keypti hann úr röðum PSV Eindhoven síðasta sumar fyrir um 25 milljónir evra.
We are the best! ???? pic.twitter.com/aR6c6HSdCF
— Galatasaray SK (@GalatasaraySK) January 23, 2026
Athugasemdir



