Unai Emery þjálfari Aston Villa vill fá inn nýja leikmenn fyrir lok félagaskiptagluggans.
Emery virtist ekki sérlega sáttur eftir að Donyell Malen var sendur til AS Roma en Tammy Abraham er á leiðinni til að fylla í skarðið.
Villa hefur ekki losað sig við aðra mikilvæga leikmenn og er búið að krækja í tvo efnilega sóknarmenn, þá Brian Madjo og Alysson fyrir tæplega 20 milljónir punda samtals.
Villa hefur verið að misstíga sig að undanförnu en liðið er óvænt í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, jafnt Manchester City með 43 stig eftir 22 umferðir - sjö stigum á eftir toppliði Arsenal.
Emery er talinn vilja fá inn nýjan miðjumann í ljósi meiðsla Boubacar Kamara, John McGinn og Ross Barkley. Það er mikið leikjaálag framundan þar sem Villa er líka að keppa í FA bikarnum og Evrópudeildinni.
„Félagaskiptaglugginn lokar eftir viku og vonandi munum við fá allt sem við þurfum til að klára tímabilið vel næstu mánuði," sagði Emery meðal annars á fréttamannafundi í dag.
Það er ekki liðin vika síðan Emery sagði á fréttamannafundi eftir tap gegn Everton um síðustu helgi að Aston Villa ætti ekki heima í topp fjórum.
18.01.2026 20:23
Emery: Eigum ekki heima í topp fjórum
Athugasemdir





