Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 23. janúar 2026 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor Gísli spáir í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Viktor Gísli er í miklu uppáhaldi hjá íslensku þjóðinni.
Viktor Gísli er í miklu uppáhaldi hjá íslensku þjóðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Liverpool goðsögnin
,,Liverpool goðsögnin" Harry Wilson.
Mynd: EPA
Viktor spáir sigri hjá sínum mönnum í Liverpool.
Viktor spáir sigri hjá sínum mönnum í Liverpool.
Mynd: EPA
Arsenal mætir Manchester United í stórleik umferðarinnar.
Arsenal mætir Manchester United í stórleik umferðarinnar.
Mynd: EPA
Arnar Daði, betur þekktur sem sérfræðingurinn, var með tvo rétta þegar hann spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Óðinn Svan Óðinsson var með einn réttan í umferðinni þar á undan.

Við trúum ekki öðru en að Viktor Gísli Hallgrímsson verði með fleiri rétta. Viktor Gísli er eins og allir vita markvörður íslenska handboltalandsliðsins sem er í fullu fjöri á Evrópumótinu þessa stundina.

„Spáin er smá hlutdræg að þeim sem ég er með í Fantasy en það verður bara að hafa það," segir Viktor sem er á meðal þeirra bestu 20 þúsund í heiminum í leiknum. Það er ansi vel gert þar sem meira en 11 milljón manns um allan heim taka þátt í leiknum.

En að spánni...

West Ham 0 - 1 Sunderland (12:30 á morgun)
Held að Sunderland haldi áfram að verjast vel og fái eitt mark úr föstu leikatriði. Fantasy geitin Mukiele fær clean sheet og bónusstig.

Burnley 1 - 2 Tottenham (15:00 á morgun)
Burnley mun liggja í vörn allan leikinn en samt skora eitt mark með 0,3 í xG. Spurs munu samt taka þetta að lokum.

Fulham 2 - 2 Brighton (15:00 á morgun)
Mikilvægur leikur fyrir bæði lið, lítið mun gerast í fyrri hálfleik en í seinni mun eitthvað áhugavert gerast. Liverpool goðsögnin Harry Wilson setur eitt.

Man City 4 - 1 Wolves (15:00 á morgun)
City verður að ná í úrslit í þessum leik og held þeir muni gera það eftir slakan leik í Noregi. Vonast eftir clean sheet fyrir Fantasy en held þeir fái á sig eitt úr föstu leikatriði. Haaland tvö mörk og Foden mark og stoðsending.

Bournemouth 1 - 3 Liverpool (17:30 á morgun)
Verður líflegur leikur og held að mínir menn taki þetta. 3-0 fyrir Liverpool þangað til að Konate gerir mistök og þurrkar út clean sheetið fyrir Van Dijk í fantasy eins og seinustu vikur. Wirtz og Ekitike með mörkin.

Brentford 2 - 0 Nottingham Forest (14:00 á sunnudag)
Brentford á góðu róli og með heimavöllinn, held þetta verði öruggur sigur og Igor Thiago setur að minnsta kosti eitt.

Crystal Palace 0 - 2 Chelsea (14:00 á sunnudag)
Held að sökkvandi skip Palace verði ekki mikil fyrirstaða fyrir Rosenior boltann. Palmer vonandi með mark eða stoðsendingu.

Newcastle 1 - 2 Aston Villa (14:00 á sunnudag)
Newcastle alltaf erfiðir a heimavelli og þetta verður líklega hörkuleikur, er að vonast eftir Rogers masterclass og að Villa taki þetta.

Arsenal 2 - 0 Man Utd (16:30 á sunnudag)
Bara fyrir deildina vona ég að United taki allavega eitt stig eða þrjú. Held samt að Arsenal taki þetta. Rice með stoðendingu og Gabriel stangar einn bolta í netið.

Everton 2 - 2 Leeds (20:00 á mánudag)
Dominic Calvert-Lewin skorar tvö gegn gömlu félögunum. Það dugar hins vegar ekki til sigurs.

Fyrri spámenn:
Páll Sævar (7 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Óskar Borgþórs (6 réttir)
Sævar Atli (6 réttir)
Ísak Bergmann (6 réttir)
Brynjar Atli (5 réttir)
Sandra Erlingsdóttir (5 réttir)
Björn Bragi (5 réttir)
Hjammi (5 réttir)
Martin Hermanns (5 réttir)
Ásgeir Frank (4 réttir)
Viktor Bjarki (4 réttir)
Nablinn (4 réttir)
Helgi Guðjónsson (4 réttir)
Thelma Karen (4 réttir)
Tumi Þorvars (4 réttir)
Gummi Ben (4 réttir)
Siggi Höskulds (3 réttir)
Sérfræðingurinn (2 réttir)
Valgeir Valgeirs (2 réttir)
Óðinn Svan (1 réttur)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner
banner