Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 23. janúar 2026 17:25
Kári Snorrason
Rosenior gefur lítið fyrir sögusagnirnar um Palmer - Æfði með liðinu í dag
Palmer var orðaður við brottför frá Chelsea.
Palmer var orðaður við brottför frá Chelsea.
Mynd: EPA
Estevao var á meðal leikmanna sem fékk flensuna sem herjaði á leikmenn Chelsea.
Estevao var á meðal leikmanna sem fékk flensuna sem herjaði á leikmenn Chelsea.
Mynd: EPA
Liam Rosenior, stjóri Chelsea, segir Cole Palmer vera hæstánægðan hjá félaginu, eftir að hafa verið orðaður frá félaginu, og að hann sé að nálgast endurkomu eftir meiðsli.

Palmer var utan leikmannahóps Chelsea í vikunni þegar liðið mætti Pafos í Meistaradeildin, en hann æfði með liðinu fyrr í dag. Rosenior ræddi stöðu leikmannahópsins á blaðamannafundi Chelsea fyrr í dag.

„Hann er á góðum stað. Hann æfði með okkur í dag, sem er mjög jákvætt. Vinnan mín felst í því að ná leikmönnum aftur til baka úr meiðslum. Ég verð að passa upp á þá, ég get ekki ýtt þeim út á völl. Ég vil að við förum alla leið í öllum keppnum og þá þurfa leikmenn að vera klárir.“

Palmer hefur verið orðaður við brottför frá Chelsea í vikunni en Rosenior segir leikmanninn hæstánægðan í Chelsea.

„Ég hef átt fjölmörg samtöl við Cole og hann virðist mjög ánægður hérna. Hann er stór hluti af langtímaáætlunum okkar og er mjög ánægður með að vera hér. Hann er framúrskarandi leikmaður og allir leikmenn á sínum ferli ganga í gegnum erfið tímabil með meiðslum.“

Leikmenn að ná sér eftir veikindi
Veikindi hafa herjað á herbúðir Chelsea undanfarna viku en Rosenior segir leikmennina alla að braggast

„Hvað veikindin varðar eru leikmennirnir smám saman að ná fullri heilsu. Við urðum að fara mjög varlega í þetta. Estevao var mjög veikur, Jamie Gittens var mjög veikur og Enzo Fernandez. Ég hef þurft að breyta áætlunum en sem betur fer hafa strákarnir náð sér.“
Athugasemdir
banner