Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 23. janúar 2026 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áfram á Dalvík þrátt fyrir talsverðan áhuga úr Lengjudeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þröstur Mikael Jónasson hefur framlengt samning sinn við Dalvík/Reyni um eitt ár og mun tak slaginn með uppeldisfélaginu í 2. deild á komandi tímabili.

Hann er 26 ára og getur bæði spilað í öftustu línu og á miðjunni. Hann hefur verið í lykilhlutverki í liðinu og borið fyrirliðabandið. Hann fékk atkvæði í úrvalslið 2. deildar á síðasta tímabili.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net var talsverður áhugi á Þresti úr Lengjudeildinni og hafnaði hann að minnsta kosti þremur félögum úr deildinni fyrir ofan.

Hann hefur leikið allan sinn feril á Dalvík ef frá er talið hálft tímabilið 2021 þegar hann lék með Grindavík.

Tilkynning D/R
Dalvíkingurinn glerharði, Þröstur Mikael Jónasson, hefur framlengt samning sinn við félagið um eitt ár.

Þröstur, sem er uppalinn leikmaður félagsins, hefur verið einn að máttarstólpum liðsins undanfarin ár.

Hann hefur spilað stórt hlutverk innan sem utan vallar fyrir félagið, verið fyrirliði og er einn af reynslu meiri leikmönnum liðsins.

Þetta eru því virkilega jákvæðar fréttir fyrir liðið að Þröstur taki slaginn með okkur næsta sumar.

Athugasemdir
banner
banner