Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
banner
   fös 23. janúar 2026 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Endursemur í Úlfarsárdal eftir gott tímabil (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Erla Clausen hefur skrifað undir nýjan samning við Fram og tekur slaginn í Úlfardárdal á komandi tímabili.

Katrín ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Fram fyrr í vetur en nú, tveimur mánuðum seinna, hefur hún skrifað undir nýjan samning við Fram.

Tilkynning Fram
Katrín Erla er 18 ára miðjumaður sem átti frábært tímabil í Bestu deildinni á síðasta ári þar sem hún stimplaði sig rækilega inn. Frammistaða hennar vakti verðskuldaða athygli og skilaði henni
sæti í æfingahópi U19 ára landsliði Íslands.

Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá FRAM, er afar ánægður með áframhaldandi samstarf:

„Ég er virkilega sáttur við að Kata ætli að taka slaginn með okkur á komandi tímabili. Hún er frábær leikmaður sem mun styrkja miðsvæðið okkar verulega í sumar og passar fullkomlega inn í
það plan sem við höfum lagt upp með. Ég vænti mikils af henni á komandi tímabili. Katrín er ekki aðeins frábær leikmaður heldur einnig leiðtogi og við bindum miklar vonir við hana í sumar.“


Með þessum samningi heldur Knattspyrnudeild Fram áfram að byggja upp sterkan og metnaðarfullan hóp fyrir komandi verkefni.

Athugasemdir
banner