Jamie Carragher er ósáttur með stuðningsmenn Liverpool og segir hluta af þeim hafa sýnt vanvirðingu í garð Arne Slot.
Slot hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarin misseri en gegni liðsins síðustu mánuði hefur ekki verið sem skyldi. Liðið var baulað af velli um síðustu helgi eftir 1-1 jafntefli gegn Burnley.
Slot hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarin misseri en gegni liðsins síðustu mánuði hefur ekki verið sem skyldi. Liðið var baulað af velli um síðustu helgi eftir 1-1 jafntefli gegn Burnley.
„Ég er farinn að verða svolítið pirraður þegar ég skoða samfélagsmiðla. Ég veit að samfélagsmiðlar eru ekki endilega mælikvarði á það sem allir stuðningsmenn fótbolta hugsa.
En mér finnst vera raunveruleg vanvirðing í garð stjórans á samfélagsmiðlum af hálfu stuðningsmanna Liverpool í ljósi þess sem hann hefur gert fyrir félagið.“
Carragher viðurkennir að tímabilið hafi ekki verið gott en telur færslur sumra stuðningsmanna of neikvæðar.
„Ég veit að þetta hefur ekki verið frábært tímabil, en mér er samt eiginlega brugðið yfir sumu af því sem ég sé. Stuðningsmenn þurfa ekki alltaf að vera sammála en maður býst við skynsemi.
Að mínu mati er þetta vanvirðing, aðeins sex mánuðum eftir að liðið vann titilinn. Það er næstum eins og fólk haldi að hann hafi ekki hugmynd um hvað hann er að gera,“ sagði Carragher að lokum í The Overlap.
Athugasemdir



