Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 23. janúar 2026 11:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úlfarnir hafna tilboði Leeds - Vilja 40 milljónir punda
Mynd: Wolves
Mynd: EPA
Wolves hefur hafnað tilboði Leeds United í norska framherjann Jörgen Strand Larsen.

Tilboðið var langt undir þeim 40 milljóna punda verðmiða sem Úlfarnir hafa sett á Strand Larsen.

Úlfarnir eru tilbúnir að selja Norðmanninn sem hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu, en félagið vill þó fá dágóða summu fyrir þennan 25 ára gamla framherja. Úlfarnir höfnuðu 50 og 55 milljóna punda tilboðum í hann frá Newcastle í ágúst.

Strand Larsen var keyptur til Wolves síðasta sumar á 23 milljónir punda eftir að hafa verið á láni frá Celta Vigo tímabilið 2024/25. Hann skoraði fjórtán mörk á síðasta tímabili.

Með þrennunni gegn Shrewsbury fyrr í þessum mánuði er Strand Larsen kominn með sex mörk á þessu tímabili, en einungis eitt mark hefur hann skorað í úrvalsdeildinni.

Úlfarnir eru á botni úrvalsdeildarinnar og þarf kraftaverk svo liðið falli ekki. Gengi liðsins var hræðilegt framan af móti en hefur batnað mikið að undanförnu.

Nottingham Forest, West Ham og Crystal Palace hafa einnig sýnt Strand Larsen áhuga.

Úlfarnir gætu þá selt Emmanuel Agbadou og Joao Gomes í glugganum. Besiktas vill fá Agbadou og Napoli og Atletico hafa augastað á Gomes.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner