Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   lau 03. janúar 2026 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Celta skoraði fjögur - Villarreal aftur á sigurbraut
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þremur fyrstu leikjum dagsins er lokið í efstu deild spænska boltans þar sem Celta Vigo byrjaði daginn á flottum sigri gegn Valencia.

Pepelu klúðraði vítaspyrnu fyrir Valencia snemma leiks og svaraði Borja Iglesias með tveimur mörkum sitthvoru megin við leikhléð.

Í stöðunni 2-0 tókst Pepelu að minnka muninn en það dugði ekki til. Þegar Valencia lagði meira púður í sóknarleikinn á lokakaflanum var þeim refsað með tveimur mörkum svo lokatölur urðu 4-1 eftir opinn og fjörugan slag.

Celta er í evrópubaráttunni með 26 stig eftir 18 umferðir, tíu stigum meira en Valencia sem er í fallbaráttu.

Ruben García og Gorka Guruzeta skoruðu svo mörkin í jafnteflisleik í Pamplona, þar sem García tók forystuna fyrir heimamenn í fyrri hálfleik en Guruzeta jafnaði í síðari hálfleik.

García skoraði í jöfnum fyrri hálfleik en gestirnir frá Athletic voru talsvert sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Þeir komust nálægt því að gera sigurmark en tókst ekki svo lokatölur urðu 1-1.

Osasuna er í neðri hluta deildarinnar með 19 stig eftir 18 umferðir, fimm stigum á eftir Athletic.

Að lokum hafði Villarreal betur gegn Elche. Alberto Moleiro og Georges Mikautadze skoruðu snemma leiks en heimamenn náðu að minnka muninn fyrir leikhlé.

Leikurinn var nokkuð jafn en gestirnir nýttu færin sín betur og innsigluðu sigurinn í síðari hálfleik. Alfonso Pedraza skoraði á 83. mínútu.

Villarreal er í þriðja sæti með 38 stig eftir 17 umferðir, fjórum stigum á eftir Real Madrid og með leik til góða.

Villarreal er þar með komið aftur á sigurbraut eftir tap gegn toppliði Barcelona í síðustu umferð fyrir jólafrí.

Celta Vigo 4 - 1 Valencia
0-0 Pepelu ('7 , Misnotað víti)
1-0 Borja Iglesias ('33 , víti)
2-0 Borja Iglesias ('59 )
2-1 Pepelu ('70 )
3-1 Jones El-Abdellaoui ('83 )
4-1 Hugo Alvarez Antunez ('94 )

Osasuna 1 - 1 Athletic
1-0 Ruben Garcia ('34 )
1-1 Gorka Guruzeta ('71 )

Elche 1 - 3 Villarreal
0-1 Alberto Moleiro ('7 )
0-2 Georges Mikautadze ('13 )
1-2 Martim Neto ('30 )
1-3 Alfonso Pedraza ('83 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 17 12 2 3 34 16 +18 38
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 18 10 3 5 22 19 +3 33
6 Betis 18 7 7 4 30 24 +6 28
7 Celta 18 6 8 4 24 20 +4 26
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 18 5 7 6 24 23 +1 22
10 Getafe 18 6 3 9 14 23 -9 21
11 Sevilla 18 6 2 10 24 29 -5 20
12 Osasuna 18 5 4 9 18 21 -3 19
13 Alaves 18 5 4 9 15 21 -6 19
14 Vallecano 18 4 7 7 14 21 -7 19
15 Real Sociedad 18 4 6 8 22 26 -4 18
16 Mallorca 18 4 6 8 20 26 -6 18
17 Girona 18 4 6 8 17 34 -17 18
18 Valencia 18 3 7 8 17 30 -13 16
19 Levante 17 3 4 10 20 29 -9 13
20 Oviedo 18 2 6 10 8 27 -19 12
Athugasemdir
banner
banner