Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   fim 22. janúar 2026 18:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið kvöldsins: Douglas Luiz byrjar hjá Forest - Hákon og Sverrir byrja
Mynd: EPA
Nottingham Forest heimsækir Braga í næst síðustu umferð deildarkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Liðið kemur sér í góða stöðu með sigri í baráttunni um efstu átta sætin sem gefa farseðil beint í 16-liða úrslitin.

Sean Dyche gerir sjö breytingar á liðinu sem gerði markalaust jafntefli gegn Arsenal um helgina.

Morato, Yates, McAtee, Ndoye, Bakwa, Savona og Douglas Luiz koma inn í liðið en Luiz, lánsmaður frá Juventus, hefur verið orðaður við Chelsea og Aston Villa undanfariið. Neco Williams, Murillo, Sangare, Anderson, Dominguez, Hudson-Odoi and Igor Jesus detta út úr liðinu.

Hákon Arnar Haraldsson er í byrjunarliði Lille sem þarf sigur gegn Celta Vigo til að halda vonum sínum á lofti um að enda í einu af átta efstu sætunum. Það sama má segja um Panathinaikos sem mætir Ferencvaros en Sverrir Ingi Ingason er í byrjunarliði Panathinaikos.

Nottingham Forest: Sels; Morato, Milenkovic, Aina, Savona; Douglas Luiz, Yates, McAtee; Gibbs-White; Ndoye, Bakwa
Varamenn: Gunn, Willows, Williams, Sangare, Hudson-Odoi, Anderson, Dominguez, Abbott, Whitehall, Thompson, Sinclair, Hammond
Evrópudeild UEFA
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner