Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   mán 03. febrúar 2025 07:55
Elvar Geir Magnússon
„Arteta vill bæta við framherja“
Gary Cotterill, fréttamaður Sky Sports.
Gary Cotterill, fréttamaður Sky Sports.
Mynd: Fótbolti.net
Gluggadagurinn er í dag en skellt verður í lás í enska boltanum klukkan 23:00. Gary Cotterill, fréttamaður Sky Sports, er við Emirates leikvang Arsenal og fylgist með því sem gerist hjá félaginu.

„Þvílík stemning sem var á þessum leikvangi í gær. Fimm mörk og mögnuð frammistaða þegar Arsenal vann Manchester City. Fimm mismunandi markaskorarar," segir Cotterill.

„Stuðningsmenn voru í skýjunum og það tekur kannski pressuna af forráðamönnum félagsins á gluggadeginum. Félagið er í leit að þessum sóknarmanni sem getur skilað 25-30 mörk á tímabili."

„Mikel Arteta vill fá framherja, það sást í augunum á honum þegar hann var spurður út í möguleg félagaskipti eftir leikinn í gær. Ollie Watkins hjá Aston Villa og Mathys Tel hjá Bayern München eru helstu nöfnin sem eru orðuð við Arsenal núna þegar gluggadagurinn er runninn upp."

„Aston Villa vill ekki sleppa Watkins en Tel vill sjálfur fara frá Bayern München."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner