Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. apríl 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sunderland 'Til I Die - Hvar eru þeir núna?
Martin Bain, fyrrum framkvæmdastjóri Sunderland, kom mikið við sögu í fyrstu þáttarröðinni.
Martin Bain, fyrrum framkvæmdastjóri Sunderland, kom mikið við sögu í fyrstu þáttarröðinni.
Mynd: Getty Images
Þessum hefur verið líkt við David nokkurn Brent.
Þessum hefur verið líkt við David nokkurn Brent.
Mynd: Getty Images
Jack Ross var rekinn frá Sunderland fyrr á þessu tímabili.
Jack Ross var rekinn frá Sunderland fyrr á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Luke O'Nien er í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum.
Luke O'Nien er í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum.
Mynd: Getty Images
George Honeyman fór til Hull City.
George Honeyman fór til Hull City.
Mynd: Getty Images
Josh Maja ætlaði alltaf að skrifa undir samning. Það gerðist svo ekki.
Josh Maja ætlaði alltaf að skrifa undir samning. Það gerðist svo ekki.
Mynd: Getty Images
Umdeildur eftir fyrstu þáttarröðina hann Jack Rodwell.
Umdeildur eftir fyrstu þáttarröðina hann Jack Rodwell.
Mynd: Getty Images
Will Grigg er ekki 'on fire'.
Will Grigg er ekki 'on fire'.
Mynd: Getty Images
Á dögunum kom önnur þáttaröðin af hinum vinsælu þáttum Sunderland 'Til I Die inn á streymisveituna Netflix.

Fyrsta þáttaröðin sló í gegn á Íslandi og víðar en hún fjallaði um um baráttu Sunderland í Championship-deildinni. Áhorfendur fá að skyggnast á bak við tjöldin og sjá það sem fór úrskeiðis hjá félaginu.

Eftir að hafa fallið úr ensku úrvalsdeildinni þá féll Sunderland beinustu leið úr Championship-deildinni í C-deildina. Í nýju þáttaröðinni er fjallað um síðasta tímabil hjá Sunderland í ensku C-deildinni og óhætt er að segja að þar hafi verið mikil dramatík eins og fyrri daginn.

Mikið af áhugaverðum sögum og persónuleikum hafa komið fyrir í þáttunum og ákvað Reddit-notandinn Jaerial að búa til grein um það hvað aðalpersónur þáttanna væru að gera í dag. Þann pistil má lesa hérna og er þessi grein byggð á þeirri hugmynd.

Martin Bain: Kom mikið fyrir í fyrstu þáttaröðinni sem maðurinn á bak við tjöldin hjá félaginu. Hann var framkvæmdastjóri Sunderland og gegnir hann í dag sömu stöðu hjá FDSL, sem sér um úrvalsdeildina á Indlandi.

Charlie Methven: Mjög áhugaverður karakter sem sumir hafa líkt við karakter Ricky Gervais úr upprunalegu Office þáttunum, karakterinn David Brent. Hann kom inn í stjórn Sunderland með nýju eigendunum í annarri þáttaröðinni. Stjórnunarhættir hans voru umdeildir og sést það meðal annars í þáttunum þegar hann tekur hálfgert reiðiskast á starfsmann. Hann er ekki lengur í stjórn Sunderland af „persónulegum ástæðum".

Steward Donald: Stjórnarformaðurinn eyddi 3 milljónum punda í Will Grigg, sem hefur ekki verið á eldi. Eftir það hefur hann tekið fleiri umdeildar ákvarðanir eins og að ráða Phil Parkinson. Hann er núna að reyna að selja félagið.

Chris Coleman: Tók við liðinu í nóvember 2017 og stýrði Sunderland seinni hluta tímabilsins er félagið féll úr Championship-deildinni. Kom með bjartsýni utan vallar, en náði einhvern veginn aldrei að flytja þá bjartsýni inn á völlinn. Var rekinn í apríl 2018. Hann tók stuttu síðar við Hebei China Fortune í Kína, en er í dag án starfs í fótboltanum.

Jack Ross: Knattspyrnustjórinn átti upp og niður tíma með félaginu, en mikið af því var jákvætt sem er ekki hægt að segja um marga af fyrrum stjórum Sunderland. Hann kom liðinu í bikarúrslit í EFL-bikarnum þar sem liðið tapaði fyrir Portsmouth og kom hann liðinu svo í úrslit umspilsins þar sem Sunderland tapaði á dramatískan hátt fyrir Charlton. Hann hélt starfi sínu, en eftir vonbrigðarárangur á þessu tímabili var hann rekinn. Hann stýrir í dag Hibernian í Skotlandi.

Luke O'Nien: Leikmaður sem kemur mjög vel út úr annarri þáttarröðinni. Mörg viðtöl eru við hann og út frá þeim viðtölum er ekki annað hægt að segja að þarna sé mjög indæll náungi á ferðinni. Hann kom til Sunderland frá Wycombe í fyrra og er hann í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum. O'Nien er enn leikmaður Sunderland.

George Honeyman: Fyrirliðinn í annarri þáttarröðinni. Leikmaður sem ólst upp hjá Sunderland og veit hvað félagið snýst um. Sumir vilja meina að fyrirliðabandið hafi komið of snemma fyrir hann og verið of mikil ábyrgð fyrir eins ungan leikmann. Hann er ekki nema 25 ára í dag. Honeyman var síðasta sumar seldur til Hull í Championship-deildinni.

Josh Maja: Við áhorf á annarri þáttarröðinni var hægt að spyrja sig hvort að þetta væri Josh Maja eða Ronaldo að skora fyrir Sunderland. Það var ekki hægt að líta af sjónvarpinu og Maja var búinn að skora. Hann sagðist alltaf ætla að skrifa undir nýjan samning en gerði það ekki og fór til Bordeaux í Frakklandi í janúar á síðasta ári. Maja hefur skorað sjö mörk í 22 leikjum fyrir Bordeaux og verður það að teljast nokkuð gott fyrir 21 árs gamlan strák.

Lee Cattermole: Ákvörðun var tekin um að harðhausinn Cattermole myndi yfirgefa Sunderland síðasta sumar, eftir tíu ára veru hjá félaginu. Hann ákvað að söðla um og fara til Hollands, nánar tiltekið til VVV-Venlo.

Jack Rodwell: Óhætt er að segja að Rodwell hafi verið umdeildur eftir fyrstu þáttaröðina þar sem hann neitaði að rifta samningi sínum og gefa eftir himinhá laun sín. Hann gerði lítið á eina ári sínu með Blackburn í Championship-deildinni, en svo fékk hann óvænt tilboð frá nýliðum Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í janúar. Hann er búinn að spila 58 mínútur fyrir Sheffield United í FA-bikarnum og ekkert meira en það.

Will Grigg „Will Grigg's on fire - Your defence is terrified," segir í laginu fræga um norður-írska framherjann. Hann hefur hins vegar ekki verið 'on fire' frá því hann gekk í raðir Sunderland fyrir 3 milljónir punda í janúar á síðasta ári. Höfundur pistilsins á Reddit skrifar að hann myndi frekar vilja hafa John O'Shea í sókninni en Grigg sem hefur alls skorað fimm mörk í 38 deildarleikjum fyrir Sunderland.

Stuðningsmennirnir: Enn vansælir yfir gengi liðsins, en halda í vonina að Sunderland muni einn daginn komast aftur í deild þeirra bestu á Englandi.

Sjá einnig:
Ekki búið að taka upp þetta tímabil hjá Sunderland
Athugasemdir
banner
banner
banner