Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 03. apríl 2023 13:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alexander Helgi í Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Helgi Sigurðarson er genginn í raðir Breiðabliks á nýjan leik. Hann er kominn með félagaskipti frá Svíþjóð en hann lék þar með liði Vasalund í þriðju efstu deild á síðasta tímabili.

Alexander hélt til náms í Svíþjóð eftir tímabilið 2021 en er nú mættur aftur til Ísands. Fótbolti.net greindi frá því í febrúar að Alexander myndi skrifa undir tveggja ára samning við félagið.

Alexander verður 27 ára í næstu viku, hann er miðjumaður og það að hann sé kominn með leikheimild núna gerir það að verkum að hann má spila gegn Víkingi í Meistarakeppni KSÍ annað kvöld.

Hann á að baki 51 leik í efstu deild og hefur í þeim skorað fimm mörk. Á sínum tíma lék hann alls átján leiki fyrir yngri landsliðin og skoraði í þeim tvö mörk.

Hann var í lykilhlutverki hjá Blikum tímabilið 2021 þegar liðið varð hársbreidd frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn sem liðinu tókst svo að vinna á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner