Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 03. maí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Southend ekki í "Football League" í fyrsta sinn í 101 ár
Hermann er fyrrum aðstoðarstjóri Southend.
Hermann er fyrrum aðstoðarstjóri Southend.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Southend vann 2-1 sigur á Barrow í ensku D-deildinni um helgina en þrátt fyrir það var fall félagsins úr deildinni staðfest.

Southend mun á næsta tímabili leika í efstu utandeildinni á Englandi, National League.

Þetta markar tímamót fyrir Southend þar sem félagið hefur verið í 101 ár í deildarkeppni, það sem kallað er deildarkeppni (e. Football League) á Englandi. Það eru núnar fjórar efstu deildirnar á Englandi.

Southend hefur verið í fjárhagsvandræðum á síðustu árum og félagið ekki verið rekið vel.

Hermann Hreiðarsson hefur tvívegis verið aðstoðarmaður Sol Campbell í ensku neðri deildunum, fyrst hjá Macclesfield og svo hjá Southend. Í fyrra létu þeir af störfum hjá Southend. Það var ströggl hjá félaginu fjárhagslega og launagreiðslur ekki alltaf að skila sér til leikmanna.

Hermann er núna þjálfari Þróttar Vogum í 2. deild karla.
Athugasemdir
banner