Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   lau 03. júní 2023 18:38
Brynjar Ingi Erluson
„Ef þetta er þeirra stærsta áhyggjuefni þá er það bara þannig“
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Hallsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með 2-0 tapið gegn Vestra í Lengjudeildinni í dag en liðin áttust við á Ísafirði. Hann fór yfir rauða spjaldið hjá Robert Blakala og stóra þvaglátsmálið.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 Njarðvík

Njarðvík varð fyrir mikilli blóðtöku eftir aðeins nítján mínútur en Robert Blakala, markvörður liðsins, fékk þá rauða spjaldið eftir að hann hljóp út fyrir teig til að taka á móti löngum bolta en misreiknaði skoppið og ákvað í staðinn að grípa hann með báðum höndum.

Bæði mörk Vestra komu eftir fast leikatriði en Arnar var svekktur með það.

„Svekktur og óánægður eins og við allir. Ég held að þú hafir orðað þetta nákvæmlega eins og þetta var. Ég skil ekki hvernig þetta gat gerst en það gerðist og við urðum að díla við það. Það var erfið staða sem við vorum komnir í eftir nítján eða tuttugu mínútur og þurftum að vinna úr því. Til að bæta enn á óhamingju okkar var að á mark á okkur eftir horn. Þangað til á síðustu 10-15 mínútunum þegar við vorum farnir að leggja meira í að fara framar. Þeir hefðu getað spilað hérna þrjá daga samfellt án þess að skora úr opnum leik.“

Hann ræddi þá stóra þvaglátsmálið sem átti sér stað í fyrri hálfleiknum en Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sakaði leikmann Njarðvíkur um að hafa migið á völlinn. Arnar kannast ekkert við það.

„Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er yfirleitt að fylgjast með því sem er í gangi í leiknum og þarna var ég að fara yfir færslurnar hjá okkur varnarlega. Ég veit það ekki en þeir voru voða reiðir og æstir en ef þetta er þeirra stærsta áhyggjuefni þá er það bara þannig,“ sagði Arnar í lokin.
Athugasemdir
banner
banner