Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   lau 03. júní 2023 18:38
Brynjar Ingi Erluson
„Ef þetta er þeirra stærsta áhyggjuefni þá er það bara þannig“
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Hallsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með 2-0 tapið gegn Vestra í Lengjudeildinni í dag en liðin áttust við á Ísafirði. Hann fór yfir rauða spjaldið hjá Robert Blakala og stóra þvaglátsmálið.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 Njarðvík

Njarðvík varð fyrir mikilli blóðtöku eftir aðeins nítján mínútur en Robert Blakala, markvörður liðsins, fékk þá rauða spjaldið eftir að hann hljóp út fyrir teig til að taka á móti löngum bolta en misreiknaði skoppið og ákvað í staðinn að grípa hann með báðum höndum.

Bæði mörk Vestra komu eftir fast leikatriði en Arnar var svekktur með það.

„Svekktur og óánægður eins og við allir. Ég held að þú hafir orðað þetta nákvæmlega eins og þetta var. Ég skil ekki hvernig þetta gat gerst en það gerðist og við urðum að díla við það. Það var erfið staða sem við vorum komnir í eftir nítján eða tuttugu mínútur og þurftum að vinna úr því. Til að bæta enn á óhamingju okkar var að á mark á okkur eftir horn. Þangað til á síðustu 10-15 mínútunum þegar við vorum farnir að leggja meira í að fara framar. Þeir hefðu getað spilað hérna þrjá daga samfellt án þess að skora úr opnum leik.“

Hann ræddi þá stóra þvaglátsmálið sem átti sér stað í fyrri hálfleiknum en Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sakaði leikmann Njarðvíkur um að hafa migið á völlinn. Arnar kannast ekkert við það.

„Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er yfirleitt að fylgjast með því sem er í gangi í leiknum og þarna var ég að fara yfir færslurnar hjá okkur varnarlega. Ég veit það ekki en þeir voru voða reiðir og æstir en ef þetta er þeirra stærsta áhyggjuefni þá er það bara þannig,“ sagði Arnar í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner