fös 03. júlí 2020 21:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepsi Max-deildin: Frábærir Skagamenn með Viktor fremstan í flokki
Úr sigurleiknum í fyrstu umferð.
Úr sigurleiknum í fyrstu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Jónsson var maður leiksins í kvöld.
Viktor Jónsson var maður leiksins í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 1 - 4 ÍA
0-1 Viktor Jónsson ('4 )
0-2 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('29 )
0-3 Bjarki Steinn Bjarkason ('38 )
1-3 Patrick Pedersen ('50 )
1-4 Steinar Þorsteinsson ('73 )
Lestu um leikinn.

Einn leikur fór fram í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Það var viðureign Valsara og Skagamanna og fór leikurinn fram á heimavelli Vals, Origo vellinum.

Gestirnir, sem sigruðu á sama velli á síðustu leiktíð, byrjuðu leikinn hrikalega vel og skoraði Viktor Jónsson fyrsta mark leiksins fyrir þá á 4. mínútu.

Tryggvi Hrafn Haraldsson bætti við öðru marki á 29. mínútu og enn bættu gestirnir við því staðan var 0-3 í leikhléi. Bjarki Steinn Bjarkason skoraði þriðja markið á 38. mínútu.

Valur minnkaði muninn á 50. mínútu með marki Patrick Pedersen sem átti skot sem fór af varnarmanni og í netið. Steinar Þorsteinsson sá til þess að munurinn varð aftur þrjú mörk á 73. mínútu þegar hann átti skot sem Hannes Halldórsson réði ekki við í marki Vals. Mörkin urðu ekki fleiri í kvöld og 1-4 sigur staðreynd.

„MARK!!! SKAGAMENN GANGA FRÁ ÞESSU! Viktor með sína þriðju stoðsendingu í kvöld. Hann setur boltann yfir Rasmus og á Steinar. Sá fer illa með varnarlínu Vals og setur boltann undir Hannes. Landsliðsmarkvörðurinn leit ekki vel út þarna. Ekki í fyrsta sinn sem varnarlína heimamanna lítur illa út í kvöld," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í beinni textalýsingu frá leiknum.

Viktor Jónsson átti frábæran leik hjá ÍA en ásamt því að skora fyrsta mark leiksins lagði hann upp hin þrjú mörk Skagamanna, magnaður. Bæði lið eru með sex stig eftir fjórar umferðir
Athugasemdir
banner
banner