Ólafur Ingi Stígsson, annar af þjálfurum Fylkis, rædd við Fótbolta.net eftir jafntefli gegn Leikni í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 0 Leiknir R.
„Tvö töpuð stig, við fengum góð færi til að klára leikinn, bæði í fyrri hálfleik og seinni hálfleik. En við vorum líka heppnir að lenda ekki 1-0 undir, þeir áttu skot í stöng," sagði Ólafur.
„Heilt yfir fannst við betri aðilinn í leiknum og miðað við færin sem við fáum er það mjög jákvætt af því við höfum ekki verið að fá alltof mikið af færum undanfarið. Annars er ég heilt yfir ánægður með leikinn en ekki með niðurstöðuna."
Fylkir fékk nokkur virkilega góð færi í þessum leik. Hvernig skoruðið þið ekki í þessum leik?
„Stundum dettur þetta stöngin inn og stöngin út. Það er bara eins og það er. Markmaðurinn þeirra átti bara stórleik og gott hrós á það fyrir hann."
Átti Fylkir að fá víti undir lok fyrri hálfleiks?
„Já, mér sýndist það klárlega og þeir sem ég hef talað við hafa allir sagt að þetta átti að vera víti en það var eitthvað misræmi þarna í dómgæslunni."
Daði Ólafsson fékk rautt spjald í lok leiksins. Hvað fannst þér um það?
„Þetta er náttúrulega alveg hinu megin en það er bara eins og það er. Rautt og ekki rautt, skiptir ekki öllu máli miðað við að við fengum ekki þrjú stig."
Athugasemdir