Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   þri 03. ágúst 2021 22:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Stígs: Það var eitthvað misræmi þarna í dómgæslunni
Ólafur var færður til bókar í lok fyrri hálfleiks.
Ólafur var færður til bókar í lok fyrri hálfleiks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Stígsson, annar af þjálfurum Fylkis, rædd við Fótbolta.net eftir jafntefli gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Leiknir R.

„Tvö töpuð stig, við fengum góð færi til að klára leikinn, bæði í fyrri hálfleik og seinni hálfleik. En við vorum líka heppnir að lenda ekki 1-0 undir, þeir áttu skot í stöng," sagði Ólafur.

„Heilt yfir fannst við betri aðilinn í leiknum og miðað við færin sem við fáum er það mjög jákvætt af því við höfum ekki verið að fá alltof mikið af færum undanfarið. Annars er ég heilt yfir ánægður með leikinn en ekki með niðurstöðuna."

Fylkir fékk nokkur virkilega góð færi í þessum leik. Hvernig skoruðið þið ekki í þessum leik?

„Stundum dettur þetta stöngin inn og stöngin út. Það er bara eins og það er. Markmaðurinn þeirra átti bara stórleik og gott hrós á það fyrir hann."

Átti Fylkir að fá víti undir lok fyrri hálfleiks?

„Já, mér sýndist það klárlega og þeir sem ég hef talað við hafa allir sagt að þetta átti að vera víti en það var eitthvað misræmi þarna í dómgæslunni."

Daði Ólafsson fékk rautt spjald í lok leiksins. Hvað fannst þér um það?

„Þetta er náttúrulega alveg hinu megin en það er bara eins og það er. Rautt og ekki rautt, skiptir ekki öllu máli miðað við að við fengum ekki þrjú stig."
Athugasemdir