City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
   þri 03. ágúst 2021 22:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Stígs: Það var eitthvað misræmi þarna í dómgæslunni
Ólafur var færður til bókar í lok fyrri hálfleiks.
Ólafur var færður til bókar í lok fyrri hálfleiks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Stígsson, annar af þjálfurum Fylkis, rædd við Fótbolta.net eftir jafntefli gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Leiknir R.

„Tvö töpuð stig, við fengum góð færi til að klára leikinn, bæði í fyrri hálfleik og seinni hálfleik. En við vorum líka heppnir að lenda ekki 1-0 undir, þeir áttu skot í stöng," sagði Ólafur.

„Heilt yfir fannst við betri aðilinn í leiknum og miðað við færin sem við fáum er það mjög jákvætt af því við höfum ekki verið að fá alltof mikið af færum undanfarið. Annars er ég heilt yfir ánægður með leikinn en ekki með niðurstöðuna."

Fylkir fékk nokkur virkilega góð færi í þessum leik. Hvernig skoruðið þið ekki í þessum leik?

„Stundum dettur þetta stöngin inn og stöngin út. Það er bara eins og það er. Markmaðurinn þeirra átti bara stórleik og gott hrós á það fyrir hann."

Átti Fylkir að fá víti undir lok fyrri hálfleiks?

„Já, mér sýndist það klárlega og þeir sem ég hef talað við hafa allir sagt að þetta átti að vera víti en það var eitthvað misræmi þarna í dómgæslunni."

Daði Ólafsson fékk rautt spjald í lok leiksins. Hvað fannst þér um það?

„Þetta er náttúrulega alveg hinu megin en það er bara eins og það er. Rautt og ekki rautt, skiptir ekki öllu máli miðað við að við fengum ekki þrjú stig."
Athugasemdir
banner
banner