Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fös 03. september 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grealish: Versta og mest einhliða grein sem ég hef séð
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish, leikmaður Manchester City og fyrrum leikmaður Aston Villa, er allt annað en sáttur við grein sem birtist á birminghammail í dag. Ashley Preece sem skrifar um Aston Villa skrifar um Grealish í grein sinni.

Preece segir að Grealish hafi talað Aston Villa niður í viðtali og er blaðmaðurinn ekki ánægður með það.

Fyrirsögn viðtalsins er 'Jack Grealish skemmir stöðu sína hjá Aston Villa með taktlausu viðtali'.

Grealish gekk í raðir Manchester City í sumar fyrir metfé frá uppeldisfélaginu. Grealish er 25 ára og greiddi City 100 milljónir punda fyrir leikmanninn. Grealish þurfti að taka ákvörðun hvort hann yrði áfram hjá félaginu sem hann elskar og verða þar goðsögn eða fara annað til að vinna stóra titla.

Grealish valdi seinni kostinn og margir stuðningsmenn Villa hafa ekki náð að sætta sig við skiptin. Í kjölfarið á viðtali sem Grealish veitti gagnrýndi Preece hann harðlega.

Grealish svaraði tísti Preece á Twitter og skrifaði: „Þetta er versta og mest einhliða grein sem ég hef séð."

Grealish segir þá að það sem Preece skilji ekki sé það sem gerist í hinum raunverulega fótboltaheimi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner