
„Við vorum bara mjög slakir í dag, það var kannski síðasta korterið, 20 mínúturnar þegar við sýndum einhvern Eyjaanda," sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, eftir 3-1 tap gegn Vestra í Lengjudeildinni.
Lestu um leikinn: ÍBV 1 - 3 Vestri
Þetta hefur verið mikið vonbrigðartímabil fyrir Vestmannaeyinga og er liðið í fimmta sæti deildarinnar með 30 stig þegar tveir leikir eru eftir.
„Það er leiðinlegt að sjá menn gefast hálfpartinn upp, menn þurfa að fara að rífa sig aftur í gang og geta vorkennt sér endalaust að stóru markmiðin hafi farið frá okkur."
Gary Martin klúðraði vítaspyrnu snemma leiks. Hann hefði getað komið ÍBV í 1-0.
„Svoleiðis getur gerst, en ég vil bara sjá mikið meiri baráttu í leikmönnum. Mér fannst menn vorkenna sjálfum sér að stóra markmiðið sér farið og leikurinn endurspeglaðist í því. Þegar við fórum að setja unga og efnilega stráka inn, Eyjahjartað inn í þetta þá fannst mér við keyra okkur í gang. Því miður dugði það ekki til."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir