Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 03. október 2020 17:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Helgi Sig: Geta ekki vorkennt sér endalaust
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla
„Við vorum bara mjög slakir í dag, það var kannski síðasta korterið, 20 mínúturnar þegar við sýndum einhvern Eyjaanda," sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, eftir 3-1 tap gegn Vestra í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  3 Vestri

Þetta hefur verið mikið vonbrigðartímabil fyrir Vestmannaeyinga og er liðið í fimmta sæti deildarinnar með 30 stig þegar tveir leikir eru eftir.

„Það er leiðinlegt að sjá menn gefast hálfpartinn upp, menn þurfa að fara að rífa sig aftur í gang og geta vorkennt sér endalaust að stóru markmiðin hafi farið frá okkur."

Gary Martin klúðraði vítaspyrnu snemma leiks. Hann hefði getað komið ÍBV í 1-0.

„Svoleiðis getur gerst, en ég vil bara sjá mikið meiri baráttu í leikmönnum. Mér fannst menn vorkenna sjálfum sér að stóra markmiðið sér farið og leikurinn endurspeglaðist í því. Þegar við fórum að setja unga og efnilega stráka inn, Eyjahjartað inn í þetta þá fannst mér við keyra okkur í gang. Því miður dugði það ekki til."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner