Búið er að flauta til hálfleiks í viðureign Omonoia frá Kýpur og Víkings í Sambandsdeildinni. Staðan er markalaus en Víkingar áttu öflugan fyrri hálfleik.
Þeir neyddust hinsvegar til að gera skiptingu á 39. mínútu en Tarik Ibrahimagic var þá borinn af velli á börum eftir að samherji hans Oliver Ekroth sparkaði af krafti í andlit hans í baráttunni í teignum. Daninn virtist steinrotast.
Þeir neyddust hinsvegar til að gera skiptingu á 39. mínútu en Tarik Ibrahimagic var þá borinn af velli á börum eftir að samherji hans Oliver Ekroth sparkaði af krafti í andlit hans í baráttunni í teignum. Daninn virtist steinrotast.
Lestu um leikinn: Omonoia 4 - 0 Víkingur R.
„Tarik Ibrahimagic liggur niðri eftir samstuð og þarfnast aðhlynningar. Sýnist Ekroth hafa sparkað í andlitið á Tarik. Búið að sækja börurnar og er ljóst að Tarik heldur ekki leik áfram. Davíð Örn gerir sig tilbúinn. Batakveðjur á Tarik," skrifaði Kári Snorrason í textalýsingu frá leiknum.
Alls var sjö mínútum bætt við fyrri hálfleikinn vegna meiðsla Tarik. í lok uppbótartímans þurfti Ekroth sjálfur að fá aðhlynningu en gat haldið leik áfram.
Næst komst Víkingur því að skora í fyrri hálfleik þegar Danijel Djuric átti frábæran skalla úr teignum á 23. mínútu en markvörður heimamanna varði frábærlega.
Ibrahimagic skoraði tvö mörk fyrir Víking í 3-2 sigrinum gegn Val um síðustu helgi en tekur út leikbann um komandi helgi þegar Íslandsmeistararnir mæta Stjörnunni.
Arnar gerir fyrstu breytingu sína í dag. Inn kemur Davíð Örn Atlason í stað Tarik Ibrahimagic. KOMA SVO! pic.twitter.com/4PX74m3Ubf
— Víkingur (@vikingurfc) October 3, 2024
Athugasemdir