Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 03. desember 2020 11:20
Magnús Már Einarsson
Þórólfur: Hef fullan skilning á óþreyju íþróttamanna
Úr leik í Pepsi Max-deild kvenna.
Úr leik í Pepsi Max-deild kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segist skilja óþreyju íþróttamanna og vonast til að æfingar og keppni í íþróttum fullorðna geti hafist aftur í náinni framtíð.

Æfingar hjá fullorðnum hafa legið niðri í tæpa tvo mánuði og þar á meðal eru fótboltaæfingar. Æfingabannið hefur verið gagnrýnt talsvert en Þórólfur tjáði sig um málið á upplýsingafundi í dag. Hann gaf þó ekki út hvenær þess megi vænta að æfingar geti hafist á ný.

„Talsverð umræðahefur verið undanfarna daga um aðstæður íþróttamanna þar esm lýst hefur verið yfir mikilli óánægju með að æfingar fullorðna séu bannaðar," sagði Þórólfur.

„Þær aðgerðir sem hafa verið í gangi undanfarið eru íþyngjandi fyrir nánast alla íbúa þessa lands. Þær hafa verið mjög íþyngjandi fyrir skólakerfið, aðila sem hafa atvinnu sína af ferðamennsku, alla listamenn landsins, einstaklinga í einyrkjastarfsemi, krár og skemmtistaði, verslanir, veitingastaði, sund og líkamsræktarstaði og svo mætti lengi teljga. Það má því ekki segja að aðgerðirnar hafi verið sérstaklega meiri íþyngjandi fyrir íþróttastarfsemi en ofangreinda starfsemi."

„Ég held að það sé gott að hafa það í huga. Hins vegar hef ég fullan skilning á óþreyju íþróttamanna að hefja aftur æfingar og keppni. Vonandi getur það gerst í náinni framtíð."

Athugasemdir
banner
banner
banner