Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   sun 03. desember 2023 22:34
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Joao Felix sá um gömlu félagana
Joao Felix fagnaði með því að hoppa upp á auglýsingaskilti
Joao Felix fagnaði með því að hoppa upp á auglýsingaskilti
Mynd: EPA
Portúgalski sóknartengiliðurinn Joao Felix skoraði sigurmark Barcelona í 1-0 sigrinum á Atlético Madríd í La Liga á Spáni í kvöld, en það var skrifað í skýin að hann yrði hetja Börsunga í þessum leik.

Felix er á láni hjá Barcelona frá Atlético Madríd, en Börsungar eiga möguleika á því að gera skiptin varanleg á meðan lánstíma stendur.

Portúgalinn hefur fundið sig í treyju Barcelona og verið með allra bestu mönnum á þessari leiktíð en hann hélt áfram að standa sig með því að skora sigurmarkið gegn gömlu félögunum.

Raphinha lagði boltann á Felix, sem slapp inn fyrir og lyfti síðan boltanum yfir Jan Oblak í markinu. Það er ljóst að Felix er ekkert að plana það að snúa aftur eftir lánsdvölina, því hann steig upp á auglýsingaskilti og fagnaði. Forseti Atlético sagði fyrir leikinn að hann væri að vonast til að Felix myndi ekki fagna, en Portúgalinn hefur ekki kippt sér upp við þau ummæli.

Barcelona er í 3. sæti með 34 stig, fjórum stigum á eftir Real Madrid og GIrona, en Atlético áfram í 4. sæti með 31 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Almeria 0 - 0 Betis
Rautt spjald: Hector Bellerin, Betis ('27)

Sevilla 1 - 1 Villarreal
1-0 Kike Salas ('75 )
1-1 Jose Luis Morales ('77 )

Barcelona 1 - 0 Atletico Madrid
1-0 Joao Felix ('28 )

Mallorca 0 - 0 Alaves
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
9 Elche 11 3 5 3 12 13 -1 14
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
14 Real Sociedad 11 3 3 5 13 16 -3 12
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner