Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   sun 04. janúar 2026 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Adda og Stefán Logi aðstoða Jeffs (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Breiðablik
Breiðablik er búið að kynna nýtt þjálfarateymi meistaraflokks kvenna til starfa eftir að Nik Chamberlain hætti sem þjálfari liðsins í fyrra.

Það fór ekki framhjá neinum þegar Ian Jeffs var ráðinn til að taka við keflinu af Nik og núna er búið að ráða inn nýtt þjálfarateymi sem verður honum til halds og trausts.

Fyrrum landsliðsmennirnir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Stefán Logi Magnússon hafa verið ráðin inn sem aðstoðarþjálfarar félagsins. Þar að auki mun Hjörtur Fjeldsted starfa sem styrktarþjálfari.

Blikar urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar í fyrra auk þess að gera frábæra hluti í Evrópudeildinni. Blikakonur eru komnar alla leið í 8-liða úrslit keppninnar, þar sem þær mæta sænska stórveldinu BK Häcken í febrúar eftir að hafa slegið Fortuna Hjörring frá Danmörku úr leik í síðustu umferð.

Nik yfirgaf Breiðablik til að taka við stórliði Kristianstad í Svíþjóð. Edda Garðarsdóttir var aðstoðarþjálfari hans en gerði ekki nýjan samning við félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner