Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   sun 04. janúar 2026 17:59
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkukeppnin: Hakimi og Díaz tengdu gegn Tansaníu
Mynd: EPA
Marokkó 1 - 0 Tansanía
1-0 Brahim Diaz ('64 )

Heimamenn í Marokkó tóku á móti Tansaníu í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar í dag og úr varð rólegur leikur þar sem gestirnir vörðust mjög vel.

Heimamenn bönkuðu þó stöðugt á dyrnar þar til Brahim Díaz, leikmanni Real Madrid, tókst að setja boltann í netið eftir undirbúning frá Achraf Hakimi, leikmanni PSG.

Hakimi fékk boltann á hægri vængnum og lék á leikmann Tansaníu áður en hann gaf á Díaz. Varnarmenn Tansaníu réðu ekki við Díaz sem tók góðan sprett í vítateignum og lét svo vaða með skoti í nærhornið.

Hussein Masalanga, markvörður Tansaníu, átti að verja skotið en leyfði boltanum þess í stað að fara í gegnum sig og innfyrir marklínuna. Þetta reyndist eina mark leiksins.

Marokkó heldur því í 8-liða úrslitin og mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Suður-Afríku gegn Kamerún, sem hefst klukkan 19:00.
Athugasemdir
banner