Man Utd gerði 1-1 jafntefli gegn Leeds í dag. Brenden Aaronson kom Leeds yfir en Matheus Cunha jafnaði metin þremur mínútum síðar.
Man Utd hefur gert tvö dýr jafntefli í röð, gegn Wolves og Leeds. Ruben Amorim var sáttur með leik liðsins í dag.
Man Utd hefur gert tvö dýr jafntefli í röð, gegn Wolves og Leeds. Ruben Amorim var sáttur með leik liðsins í dag.
„Við spiluðum vel, við stjórnuðum leiknum betur en gegn Wolves. Það er mikilvægt fyrir undirbúning fyrir næstu viku þar sem þú lærir af mistökum síðasta leiks," sagði Amorim.
„Við erum að stjórna leiknum en ein skyndisókn eyðileggur það. Við komumst aftur inn í leikinn. Þetta hefði verið allt öðruvísi í fyrra. Nú erum við með stjórn á leikjum oftar, við erum svolítið pirraðir að vinna ekki."
Leny Yoro og Ayden Heaven hafa verið gagnrýndir á tímabilinu. Heaven misstii einbeitinguna í marki Leeds í dag og hleypti Aaronson í gegn.
„Heaven og Yoro eru mjög ungir. Það er ekki ástæðan fyrir því að við vinnum ekki. Það kemur fyrir að menn spili vel í nær 90 mínútur en gera svo mistök. Við fengum tækifæri til að skora annað mark og þá hefði enginn talað um markið þeirra," sagði Amorim.
Athugasemdir



