Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   sun 04. janúar 2026 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: RÚV 
Glódís best úr fótboltanum - Blikar í öðru og Heimir í þriðja
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gærkvöldi fór fram árleg verðlaunaafhending fyrir íþróttamann ársins og var nokkuð af fótboltafólki sem átti möguleika á að hreppa verðlaun.

Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir var valin sem íþróttamaður ársins og var Glódís Perla Viggósdóttir hæst íslensks fótboltafólks í kjörinu.

   23.12.2025 06:00
Glódís og Hákon á topp tíu listanum yfir íþróttamenn ársins


Glódís endar í 5. sæti í valinu með 142 stig. Hún er tæpum 400 stigum á eftir Eygló sem rúllaði upp atkvæðagreiðslunni ásamt handboltamanninum Gísla Þorgeiri Kristjánssyni.

Hákon Arnar endar í 6. sæti með 115 stig og er Cecilía Rán Rúnarsdóttir næst fótboltafólks á lista, í 13. sæti með 38 stig. Hún fékk þremur stigum meira heldur en Albert Guðmundsson.

Jóhann Berg Guðmundsson fékk einnig 2 stig í kjörinu og var í 22.-24. sæti yfir besta íþróttafólk ársins.

Þegar bestu þjálfarar ársins eru skoðaðir er Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, í þriðja sæti með 38 stig. Hann er nokkuð langt á eftir Ágústi Þóri Jóhannssyni sem var kosinn besti þjálfari ársins með 97 stig.

Freyr Alexandersson er í fimmta sæti með 15 stig og Sölvi Geir Ottesen er í níunda sæti með 3 stig.

Að lokum voru veitt verðlaun fyrir lið ársins og endaði kvennalið Breiðabliks í öðru sæti, nokkuð langt á eftir kvennaliði Vals í handbolta sem vann EHF mótið. EHF mótið er á samsvarandi gæðastigi og Sambandsdeild Evrópu í evrópska fótboltaheiminum.

Blikar fengu 64 stig í öðru sætinu og endar karlalið Víkings R. með 3 stig í kjörinu á besta liði ársins. Valur hlaut 123 stig í toppsætinu.

Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir valinu og tóku allir 30 félagar samtakanna þátt í atkvæðagreiðslunni.

Nánar á vefsíðu RÚV.
Athugasemdir
banner
banner