Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   sun 04. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Hörkuleikir í Róm og Mílanó
Mynd: EPA
Átjándu umferð ítalska deildartímabilsins lýkur í kvöld og eru afar spennandi slagir á dagskrá.

Ítalíumeistarar Napoli byrja daginn á að kíkja í heimsókn til höfuðborgarinnar þar sem fyrrum þjálfarinn þeirra Maurizio Sarri bíður eftir þeim ásamt lærlingum sínum í Lazio.

Bæði lið þurfa á sigri að halda í toppbaráttunni. Napoli vann ítalska ofurbikarinn á dögunum eftir 2-0 sigra gegn Milan og Bologna.

Fiorentina er afar óvænt á botni deildarinnar og fær tækifæri til að vinna upp stig í fallbaráttunni þegar nýliðar Cremonese kíkja í heimsókn. Albert Guðmundsson er í hóp í Flórens.

Verona spilar svo við Torino áður en Inter og Bologna eigast við í eftirvæntum slag. Stórveldi Inter hefur harma að hefna eftir tap gegn Bologna í ofurbikarnum skömmu fyrir jól.

Leikir dagsins
11:30 Lazio - Napoli
14:00 Fiorentina - Cremonese
17:00 Verona - Torino
19:45 Inter - Bologna
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 22 17 1 4 50 19 +31 52
2 Milan 21 13 7 1 34 16 +18 46
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Roma 21 14 0 7 26 12 +14 42
5 Como 22 11 7 4 37 16 +21 40
6 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
7 Atalanta 22 9 8 5 28 20 +8 35
8 Bologna 22 9 6 7 32 24 +8 33
9 Lazio 22 7 8 7 21 19 +2 29
10 Sassuolo 22 7 5 10 24 28 -4 26
11 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
12 Cagliari 22 6 7 9 24 31 -7 25
13 Cremonese 22 5 8 9 20 29 -9 23
14 Parma 22 5 8 9 14 24 -10 23
15 Torino 22 6 5 11 21 40 -19 23
16 Genoa 22 4 8 10 22 31 -9 20
17 Lecce 22 4 6 12 13 29 -16 18
18 Fiorentina 22 3 8 11 24 34 -10 17
19 Verona 21 2 8 11 17 34 -17 14
20 Pisa 22 1 11 10 18 37 -19 14
Athugasemdir
banner
banner