Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   sun 04. janúar 2026 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmaður Man City að verða liðsfélagi Ísaks
Mynd: EPA
Man City ætlar að kalla Jamhai Simpson-Pusey til baka á láni frá Celtic og senda hann til Köln í Þýskalandi.

Þessi tvítugi Englendingur hefur aðeins komið við sögu í einum leik í skosku deildinni.

Köln nælir í Simpson-Pusey á láni með möguleika á kaupum. Man City mun fá forkaupsrétt af honum ef Köln nýtirsér kaupréttinn.

Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi greinir frá því að hann muni gangast undir læknisskoðun í dag og byrjar að æfa með Köln í síðasta lagi á þriðjudaginn.

Ísak Bergmann Jóhannesson er leikmaður Köln. Liðið er í 11. sæti með 16 stig eftir 15 umferðir í þýsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner