David Moyes þjálfari Everton var vonsvikinn af frammistöðu leikmanna sinna í tapi á heimavelli gegn Brentford í dag.
Liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni og var þetta fjórði leikur liðsins án sigurs í síðustu fimm umferðum úrvalsdeildarinnar.
„Við spiluðum ekki nægilega vel, mestu vonbrigðin eru í varnarleiknum við vorum mjög langt frá okkar besta þar. Það vantar skapandi leikmenn í byrjunarliðið og það sást á köflum, en varnarleikurinn varð okkur að falli og það verðum við að laga," sagði Moyes.
„Framherjarnir okkar skoruðu mörkin en vörnin stóð sig ekki. Við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum haldið hreinu, en við vorum ekki nægilega góðir. Brentford átti skilið að vinna.
„Við erum ekki að glíma við meiðslavandræði í varnarlínunni og því kemur þetta mér á óvart. Við gáfum þeim alltof auðveld mörk í því sem var annars nokkuð jafn leikur."
Everton er með 28 stig eftir 20 umferðir, tveimur stigum á eftir Brentford.
Liðið á leiki við Wolves og Sunderland á næstu dögum.
Athugasemdir




