Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   sun 04. janúar 2026 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Pep svekktur: Við stjórnuðum leiknum
Mynd: EPA
Pep Guardiola þjálfari Manchester City var svekktur eftir að hafa gert jafntefli við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liðin mættust á Etihad leikvanginum og tók Man City forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn héldu forystunni allan síðari hálfleikinn og allt þar til í uppbótartíma, þegar Chelsea náði að pota inn jöfnunarmarki til að bjarga stigi.

„Við töpuðum aldrei stjórn á leiknum, þeir náðu að skora þetta jöfnunarmark en voru annars ekki að ógna mikið. Þeir fengu færi í byrjun seinni hálfleiks eftir að við töpuðum boltanum tvisvar en eftir það sköpuðu þeir ekki neitt, ekki fyrr en þeir skoruðu jöfnunarmarkið," sagði Pep.

„Chelsea eru heimsmeistarar. Þetta er ekki eitthvað unglingalið. Þetta eru leikmenn í hæsta gæðaflokki. Við áttum að skora meira í þessum leik, við fengum fjögur eða fimm tækifæri þar sem við sóttum hratt á það með yfirtölu en náðum ekki að nýta það. Strákunum tókst ekki að sigla sigrinum í höfn.

„Við spiluðum góðan leik og vorum betra liðið, en svona getur fótboltinn verið. Við vorum að spila gegn mjög sterku liði."


Man City er núna sex stigum á eftir toppliði Arsenal í titilbaráttunni eftir að Arsenal lagði Bournemouth að velli í gær.

City mætir næst til leiks á miðvikudagskvöldið á heimavelli gegn Brighton. Sá leikur hefst rúmum 24 tímum fyrir upphafsflautið í stórleik Arsenal gegn Liverpool á Emirates leikvanginum.
Athugasemdir
banner
banner
banner