Matheus Cunha sóknarmaður Manchester United hélt hann hefði komið sínum mönnum yfir snemma leiks á útivelli gegn Leeds United í dag.
Cunha setti boltann inn eftir sjö mínútna leik en markið tekið af eftir athugun í VAR-herberginu. Benjamin Sesko var metinn sem rangstæður í aðdragandanum, þar sem hann hafði áhrif á hegðun varnarmanns Leeds í upphafi sóknarinnar.
„Ef ég á að vera heiðarlegur þá skil ég þetta ekki. Dómarinn sagði mér að (Benjamin) Sesko hafi verið í rangstöðu en ég man ekki eftir að hann hafi tekið nokkurn þátt í sókninni. Casemiro gaf boltann á mig svo ég skil ekki hvernig Sesko kemur inn í myndina. Þetta var frekar pirrandi fyrir mig," sagði Cunha í viðtali að leikslokum.
Atvikið umdeilda má sjá hér fyrir neðan og getur hver dæmt fyrir sig um hvort þetta ætti að vera rangstaða eða ekki.
Sesko er rangstæður beint eftir spyrnu Senne Lammens langt upp völlinn, þar sem hann reynir við boltann en missir af honum áður en hann skoppar til Casemiro sem sendir svo á Cunha. Þetta hefði verið afar laglegt mark ef það hefði fengið að standa.
Sjáðu markið
Athugasemdir




