Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   sun 04. janúar 2026 13:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tilbúinn að taka aftur við West Ham
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slaven Bilic hefur verið orðaður við endurkomu til West Ham en Nuno Espirito Santo er undir mikilli pressu eftir slæmt gengi á tímabilinu.

Liðið tapaði 3-0 gegn Wolves í gær en Espirito Santo sagði að honum hafi aldrei liðið jafn illa eins og eftir leikinn.

Bilic er tilbúinn að taka við liðinu ef Espirito Santo verður rekinn en Bilic þekkir vel til hjá West Ham. Hann spilaði með liðinu 1996-1997 og stýrði því svo frá 2015-2017.

Hann stýrði Al-Fateh í Sádi-Arabíu síðast en hann sagði upp störfum sumarið 2024.
Athugasemdir
banner